Frá: Berglind Kristinsdóttir – Ungmennafélagið Samherjar
Vegna: Happdrætti – ósk um styrk

Skilaboð:
Góðan daginn,
Við hjá ungmennafélagi Samherja í Eyjafjarðarsveit stefnum á að halda happdrætti sem lið í fjáröflun fyrir barna- og unglingastarfið okkar. Við leitum því eftir ykkar stuðning til að gera happdrættið sem glæsilegast og styðja um leið við það öfluga starf sem Samherjar hafa haldið úti og gerir börnum og unglingum í Eyjafjarðarsveit kleift að stunda fjölbreyttar íþróttir í sinni heimabyggð.

Við stefnum á að draga út vinninga að viðstöddum fulltrúa sýslumanns í kringum 10. nóvember n.k.

Við værum mjög þakklát ef þið gætuð lagt til vinning í happdrættið.

Með von um góð viðbrögð,
Fyrir hönd stjórnar Umf. Samherja,
Berglind Kristinsdóttir, ritari


Skilaboð frá GB Gallery (http://gbgallery.is)

GB Gallery
Ráðhústorgi 7
600 Akureyri
Sími 469 4200

Opið
Mán - fös 10:00 - 18:00
Lau 10:00 - 17:00


GBGallery © Kt 550610-1160 VSK 105210