Skilmálar

Þegar pöntun er gerð í vefverslun og staðfesting á greiðslu hefur borist sendir Didda Nóa
staðfestingapóst á tölvupóstfangið sem þú gafst upp og er þá kominn á bindandi
samningur um kaup. Pantanir gerðar á föstudögum, laugardögum, sunnudögum og öðrum
helgidögum verða staðfestar eigi síðar en næsta virka dag kl. 18:30.
Uppgefið verð á síðunni er í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti og er það
verð sem gildir allt kaupferlið. Athugið að það getur verið annað verð í netversluninni
en í verslun Didda Nóa.

Netverslun Didda Nóa samþykkir eftirfarandi greiðslumáta fyrir pantanir:
kreditkort/debetkort (VISA/MasterCard, VISA Electron/Maestro). Kortafærslur fara fram
á öruggri greiðslusíðu Korta. Það á við um allar greiðsluaðferðir að eftir að
Didda Nóa berst staðfesting á greiðslu mun staðfestingarpóstur sendur til þín og
þar með eru viðskiptin staðfest. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar
upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Didda Nóa sendir pantanir næsta virka dag eftir að pöntun hefur verið staðfest.
Didda Nóa notast við þjónustu Póstsins sem dreifir vörum innan 3ja virkra daga frá
póstlagningu. Didda Nóa býður upp á 14 daga skilarétt sem þýðir að þú getur skilað
vörum sem þú hefur pantað í allt að 14 daga frá þeim degi sem pöntunin berst til þín,
að því tilskildu að varan sé í upprunalegu ástandi og allar merkingar fylgi ásamt kvittun.
Endurgreiðsla fer fram eftir að við höfum móttekið vöruna.

Didda Nóa
Ráðhústorgi 7
600 Akureyri
Sími 469 4200

 

Opnunartímar
mán – föst 10 – 18
laug 10 – 17

Perfect Clothing © Kt 550610-1160 VSK 105210